Subway köku upppskrift
1 bolli af ósöltuðu smjöri (mjög mjúku en varist að bræða það ekki)
1 bolli af púðursykri
1 bolli af hvítum sykri
1 teskeið af vanilludropum
1 egg (gæti þurft 2)
1 teskeið af matarsoda
3/4 teskeið af salti
2 1/2 bollar af hveiti
2 1/2 bollar af súkkulaðibitum, eða súkkulaðispænum (má gjarnan vera minna)
Setjið fyrst smjörið og sykurinn (bæði púður og hvítan sykur) og hrærið vel saman.
Blandið vanilludropum og eggi útí, setjiði síðan hveiti, matarsóda og salt og bætið við öðru eggi ef þarf (ef eggið er lítið þarf 2).
Bætið síðan sukkulaðispæninum saman við og hnoðið vel með höndunum.
Útbúið hæfilega stórar kökur c.a. 9-12 kökur á hverja plötu, gerið ráð fyrir að þær breiðist vel út.
Baka i 12-15 min á 185°c.
No comments:
Post a Comment